Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. nóvember 2021 21:33
Brynjar Ingi Erluson
Valbuena fékk engan stuðning - „Hann er búinn að týna númerinu mínu"
Mathieu Valbuena og Karim Benzema
Mathieu Valbuena og Karim Benzema
Mynd: Getty Images
Mathieu Valbuena, leikmaður Olympiakos í Grikklandi, var hæstánægður þegar dómur var kveðinn í fjárkúgunarmáli hans gegn Karim Benzema og fimm öðrum sakborningum í dag.

Karim Benzema, leikmaður Real Madrid, fékk eins árs skilorðsbundinn dóm fyrir að eiga þátt í því að kúga fé úr Valbuena árið 2015.

Þeir voru liðsfélagar í franska landsliðinu og voru menn með kynlífsmyndband af Valbuena í höndunum. Mennirnir kröfðust þess að Valbuena myndi borga þeim til að myndbandið yrði ekki birt og var hlutverk Benzema að pressa hann til að borga.

Valbuena fór hins vegar með málið til lögreglu og úr varð heljarinnar rannsókn sem endaði með dómsmáli. Valbuena er ánægður með að málinu sé lokið.

„Ég er ánægður með að staða mín sem fórnarlamb hafi verið viðurkennt í dómssalnum. Ég gerði það sem mér var skylt að gera og það er að leggja fram kvörtun í stað þess að fylgja skipunum þeirra sem voru að kúga fé úr mér," sagði Valbuena við RMC.

Valbuena fékk ekki mikinn stuðning frá Noel Le Graet, forseta franska knattspyrnusambandsins í þessu máli en það kemur franska leikmanninum lítið á óvart.

„Hann sleikti skóna mína þegar ég spilaði vel með franska landsliðinu, en um leið og maður er farinn af ratsjánni þá breytist hann í draug. Hann er kannski búinn að týna númerinu mínu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner