Hrannar Bogi Jónsson er að færa sig úr Smáranum og í Garðabæinn, hann er að taka við sem aðstoðarþjálfari Stjörnunnar eftir að hafa stýrt Augnabliki, venslaliði Breiðabliks, undanfarin ár.
Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir Jökul Elísabetarson en þeir unnu saman hjá Augnabliki á sínum tíma, Hrannar var fyrirliði þegar Jökull stýrði Augnabliki.
Talsverður rígur er á milli Stjörnunnar og Breiðabliks. Fótbolti.net ræddi við Eystein Þorra Björgvinsson, leikmann Augnabliks og mikinn Blika, um tíðindin. Hann lék undir stjórn Hrannars síðustu þrjú tímabil.
Hjá Stjörnunni hittir hann fyrir Jökul Elísabetarson en þeir unnu saman hjá Augnabliki á sínum tíma, Hrannar var fyrirliði þegar Jökull stýrði Augnabliki.
Talsverður rígur er á milli Stjörnunnar og Breiðabliks. Fótbolti.net ræddi við Eystein Þorra Björgvinsson, leikmann Augnabliks og mikinn Blika, um tíðindin. Hann lék undir stjórn Hrannars síðustu þrjú tímabil.
„Það er auðvitað mjög leiðinlegt að sjá Hrannar fara en á sama tíma erum við góðir vinir og er gaman að sjá hann taka næsta skref á þjálfaraferlinum og fara til Stjörnunnar og Jölla. Það verður auðvitað mikill missir að Hrannari í Augnablik en ekki síst mikill missir úr Breiðabliki og það er þreytt að sjá eftir ungum og efnilegum þjálfurum fara úr Smáranum," segir Eysteinn.
„Ég er nú ekki hrifinn sjálfur af Stjörnugallanum, en jú auðvitað sýnir maður því skilning að taka þetta skref, Stjarnan er stórt lið og Augnablik er venslalið."
Hvernig þjálfari er hann?
„Hann er mikill hugsuður, mikið af pælingum og með margar hugmyndir. Hann leggur mikið upp úr því að mönnum líði vel sem er bara frábært."
Núna eru tveir fyrrum leikmenn Augnabliks í liði Stjörnunnar, þeir Benedikt Warén og Sindri Þór Ingimarsson, og tveir fyrrum þjálfarar liðsins munu stýra Stjörnunni. Hvernig er að sjá Stjörnuna sanka að sér Augnablikum?
„Það er svona súrsætt, ég myndi hafa meira gaman af þessu ef þetta væri ekki Stjarnan, en auðvitað er þetta bara mikil viðurkenning fyrir Augnablik."
„Við erum með Augnablika út um allt og gaman að sjá þessa fjóra Augnablika leiða saman hesta sína í Garðabænum á næsta ári," segir Eysteinn.
Athugasemdir



