Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 10:40
Elvar Geir Magnússon
Donni aðstoðar Davíð Smára hjá Njarðvík
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Geir Heiðarsson, Donni, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Njarðvíkur í Lengjudeildinni. Hann mun því aðstoða Davíð Smára Lamude sem tók nýlega við Njarðvíkingum.

Donni var aðstoðarmaður Hermanns Hreiðarssonar hjá HK á liðnu tímabili og fór í viðræður um að fylgja honum til Vals en ekkert varð af því.

„Donni er mjög efnilegur þjálfari sem ættaður er frá Húsavík og kemur til Njarðvíkur með reynslu úr m.a. þjálfarateymum Þróttar R., Leiknis R og nú síðast HK," segir meðal annars í tilkynningu Njarðvíkur.

„Stjórn Njarðvíkur er gríðarlega ánægð að fá Donna inn í þjálfarateymið. Hann kemur inn með mikla tækniþekkingu og mikinn metnað sem mun styrkja félagið til framtíðar. Njarðvík býður Donna hjartanlega velkominn til Njarðvíkur og hlakkar til samstarfsins á komandi tímabilum."

Njarðvíkingar féllu út í umspili Lengjudeildarinnar á liðnu tímabili en þeir stefna á að komast alla leið upp á því næsta.


Athugasemdir
banner
banner