Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   þri 25. janúar 2022 22:23
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Birmingham kom til baka og náði í stig
Peterborough United fór illa að ráði sínu gegn Birmingham City í ensku B-deildinni í dag en Peterborough var tveimur mörkum yfir þegar fimm mínútur voru eftir.

Jack Marriott og Jonson Clarke-Harris komu Peterborough í 2-0, síðara markið úr vítaspyrnu á 67. mínútu.

Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum skoraði Gary Gardner og þremur mínútum síðar jafnaði Scott Hogan metin. Lokatölur þar 2-2 og tvö stig í vaskinn hjá Peterborough sem þurfti svo sannarlega á þeim að halda.

Peterborough er í 22. sæti deildarinnar með 20 stig en Birmingham í 18. sæti með 32 stig.

Coventry lagði þá Stoke 1-0 með marki frá Viktor Gyokeres á 68. mínútu. QPR, sem er í baráttu um umspilssæti, gerði markalaust jafntefli við Swansea.

Þá vann Nottingham Forest botnlið Barnsley, 3-0. Elijah Adebayo var hetja Luton Town í 2-1 sigri á Bristol City en Luton er í 10. sæti með 38 stig eftir sigurinn.

Úrslit og markaskorarar:

Coventry 1 - 0 Stoke City
1-0 Viktor Gyokeres ('68 )

QPR 0 - 0 Swansea
Rautt spjald: Flynn Downes, Swansea ('90)

Birmingham 2 - 2 Peterborough United
0-1 Jack Marriott ('16 )
0-2 Jonson Clarke-Harris ('67 , víti)
1-2 Gary Gardner ('85 )
2-2 Scott Hogan ('88 )

Nott. Forest 3 - 0 Barnsley
1-0 Keinan Davis ('15 )
2-0 Ryan Yates ('38 )
3-0 Brennan Johnson ('75 )

Luton 2 - 1 Bristol City
1-0 Tom Lockyer ('42 )
1-1 Andreas Weimann ('56 )
2-1 Elijah Adebayo ('68 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Middlesbrough 5 4 1 0 9 3 +6 13
2 Stoke City 5 4 0 1 9 3 +6 12
3 Bristol City 5 3 2 0 12 4 +8 11
4 Leicester 5 3 1 1 8 5 +3 10
5 West Brom 5 3 1 1 6 4 +2 10
6 Coventry 5 2 3 0 15 7 +8 9
7 Swansea 5 2 2 1 6 4 +2 8
8 Preston NE 5 2 2 1 6 5 +1 8
9 Portsmouth 5 2 2 1 4 3 +1 8
10 Norwich 5 2 1 2 7 6 +1 7
11 Birmingham 5 2 1 2 4 5 -1 7
12 QPR 5 2 1 2 9 12 -3 7
13 Millwall 5 2 1 2 4 7 -3 7
14 Ipswich Town 5 1 3 1 9 5 +4 6
15 Blackburn 5 2 0 3 5 5 0 6
16 Southampton 5 1 3 1 6 6 0 6
17 Watford 5 1 2 2 5 6 -1 5
18 Charlton Athletic 5 1 2 2 3 5 -2 5
19 Derby County 5 1 2 2 8 11 -3 5
20 Hull City 5 1 2 2 7 11 -4 5
21 Wrexham 5 1 1 3 8 10 -2 4
22 Oxford United 5 0 2 3 6 9 -3 2
23 Sheff Wed 5 0 1 4 3 12 -9 1
24 Sheffield Utd 5 0 0 5 1 12 -11 0
Athugasemdir
banner