Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   mið 25. janúar 2023 12:11
Elvar Geir Magnússon
Arsenal lánar Cedric Soares til Fulham
Cedric Soares.
Cedric Soares.
Mynd: EPA
Fulham er í viðræðum við Arsenal um að fá Cedric Soares lánaðan. Allir aðilar eru vongóðir um að samkomulag náist áður en glugganum verður lokað.

Marco Silva stjóri Fulham hefur lagt áherslu á að fá Cedric og telur að hann komi með reynslu, sigurhugarfar og fjölhæfni.

Silva þekkir Cedric vel frá því að hann þjálfaði hann hjá Sporting. Leikmaðurinn á átján mánuði eftir af samningi sínum hjá Arsenal og byrjaði síðast deildarleik í maí 2022.

Hann fer til Fulham út tímabilið en engin ákvæði eru um framtíðarkaup.

Þá greinir Sky Sports frá því að Fulham hafi ekki i hyggju að selja miðvörðinn Tosin Adarabioyo í þessum mánuði.

Fjögur félög í ensku úrvalsdeildinni og fleiri lið í Evrópu hafa sent fyrirspurnir varðandi leikmanninn. Hann hefur spilað fjórtán deildarleiki á þessu tímabili, þar af eru tólf byrjunarliðsleikir.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner