Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   mið 25. janúar 2023 14:39
Elvar Geir Magnússon
Danjuma kominn til Tottenham (Staðfest) - Harður skellur fyrir Everton
Danjume í Tottenham treyjunni.
Danjume í Tottenham treyjunni.
Mynd: Tottenham
Tottenham hefur fengið Arnaut Danjuma á láni frá Villarreal út tímabilið. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem gengur í raðir Spurs í janúarglugganum.

Danjuma var á leiðinni til Everton og var búinn að gangast undir læknisskoðun og samþykkja kaup og kjör. Hann átti bara eftir að skrifa undir þegar Tottenham skarst í leikinn.

Danjuma er 25 ára vængmaður og lék með Bournemouth 2019-21 þar sem hann skoraði sautján mörk í 52 leikjum. Hann hefur skorað tvö mörk í sex landsleikjum fyrir Holland.

Tottenham er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, þremur stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið vann mikilvægan 1-0 sigur gegn Fulham á mánudaginn.


Enski boltinn - Landsbyggðin talar um hugarfarsskrímsli
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner