Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. febrúar 2020 09:08
Magnús Már Einarsson
Matuidi til Man Utd eða Arsenal?
Powerade
Blaise Matuidi leikmaður Juventus
Blaise Matuidi leikmaður Juventus
Mynd: Getty Images
Willian og Marcos Alonso koma báðir við sögu í slúðurpakka dagsins.
Willian og Marcos Alonso koma báðir við sögu í slúðurpakka dagsins.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin halda áfram að horfa til sumars.



Arsenal gæti neyðst til að selja Pierre-Emerick Aubameyang (30) í sumar ef hann nær ekki samkomulagi um nýjan samning. Samningur hans rennur út árið 2021. (Star)

Sam Allardyce, fyrrum stjóri Everton, segist hafa reynt að fá Aubameyang frá Borussia Dortmund áður en leikmaðurinn gekk í raðir Arsenal. (Talksport)

Jadon Sancho (19) verður mögulega áfram hjá Dortmund næsta sumar þrátt fyrir áhuga frá Chelsea, Liverpool og Manchester United. (Ruhr Nachrichten)

Timo Werner (23) framherji RB Leipzig er með riftunarverð upp á 25 milljónir punda en ekki 50 milljónir punda eins og talið var. Árangurstengdir bónusar fylgja þó einnig riftunarverðinu. (Sport1)

Leicester er að íhuga að bjóða Christian Fuchs (33) nýjan samning en Austurríkismaðurinn verður samningslaus í sumar. (Mail)

Nemanja Matic (31) ætlar að fara frá Manchester United þegar samningur hans rennur út í sumar. Umboðsmaðurinn hans er að skoða möguleika en AC Milan hefur ekki áhuga þar sem launakröfurnar eru of háar. (Calciomercato)

Granit Xhaka (27) miðjumaður Arsenal segist hafa óttast að hann myndi aldrei spila aftur fyrir liðið eftir að hann missti fyrirliðabandið eftir rifrildi við stuðningsmenn. (Evening Standard)

Roma er í viðræðum við Manchester United um kaup á Chris Smalling (30) en hann hefur staðið sig vel á láni í vetur. (Star)

Smalling segist vera með áhugavert val á milli Roma og Manchester United. (Sky Sports)

Manchester United hefur áhuga á Blaise Matuidi (32) leikmanni Juventus en Arsenal hefur líka hug á að fá franska landsliðsmanninn til sín. (Express)

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, hefur áhuga á að fá Willian (31) frá Chelsea. Willian spilaði undir stjórn Mourinho hjá Chelsea á sínum tíma. (Star)

Everton vill fá miðvörðinn Gabriel (22) frá Lille í sumar. (Mirror)

Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, er ekki sannfærður um að félagið eigi að kaupa lánsmanninn Philippe Coutinho (27) frá Barcelona í sumar. (Bild)

Faðir Marcos Alonso (29) varnarmanns Chelsea hefur gefið í skyn að leikmaðurinn gæti farið aftur í ítalska boltann en hann lék með Fiorentina á sínum tíma. (Calciomercato)

Hakim Ziyech (26), leikmaður Ajax, segir að Frank Lampard, stjóri Chelsea, hafi átt stóran þátt í að hann ákvað að ganga til liðs við Chelsea í sumar. (Mail)

Leeds ætlar að eyða 45 milljónum punda í fjóra nýja leikmenn ef liðið kemst upp í ensku úrvalsdeildina. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner