þri 25. febrúar 2020 17:00
Magnús Már Einarsson
Xhaka vill sjá ensk félög hafa opnar æfingar
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, miðjumaður Arsenal, vill sjá félög á Englandi vera opnari og tengja leikmenn betur við stuðningsmenn.

Xhaka var nálægt því að fara frá Arsenal eftir að hann var sviptur fyrirliðabandinu eftir ósætti við stuðningsmenn. Hann segir að ensk félög ættu að læra af félögum í Þýskalandi.

„Ég átta mig á því að félög vilja að leikmenn standi sig vel í hverjum einasta leik en ég skil líka að það er ekki alltaf auðvelt," sagði Xhaka.

„Þetta er mesti munurinn á milli Þýskalands og Englands því að hér erum við ekki með tengingu við stuðningsmennina. Í Þýskalandi erum við með margar opnar æfingar þar sem stuðningsmenn geta komið og talað við þig."

„Hér er allt lokað og það væri gott að geta útskýrt fyrir fólki af hverju eitthvað gengur vel eða ekki vel."


Sjá einnig:
Xhaka: Ég er ekki maður sem flýr af hólmi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner