Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 25. febrúar 2021 19:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kom Gary á óvart að sjá Bruno í byrjunarliðinu
Það dylst engum að Bruno Fernandes hefur breytt mörgu með komu sinni á Old Trafford fyrir rúmu ári síðan. Portúgalinn skorar eða leggur upp nánast í hverjum leik.

Manchester United tekur á móti Real Sociedad klukkan 20:00 og er Bruno í byrjunarliðinu þrátt fyrir að United leiði einvígið 4-0.

Það kom Gary Neville, fyrrum fyrirliða United og nú sérfræðings, á óvart að sjá Bruno í liðinu. Bruno mun bera fyrirliðabandið í leiknum þar sem Harry Maguire er á bekknum.

United á gríðarlega mikilvægan leik gegn Chelsea á sunnudag, mun það koma í bakið á Ole Gunnar Solskjær að spila Bruno í kvöld? Það þarf að koma í ljós.

Smelltu hér til að sjá byrjunarlið United í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner