Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. apríl 2020 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Daði Freyr Arnarsson (FH)
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Guðmann Þórisson.
Guðmann Þórisson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þórir Jóhann Helgason.
Þórir Jóhann Helgason.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Þórður Gunnar Hafþórsson.
Þórður Gunnar Hafþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Freyr er uppalinn á Suðureyri og fyrstu leikirnir í meistaraflokki komu með liði BÍ/Bolungarvíkur árið 2015. Daði var hjá FH árið 2016 en var lánaður vestur í Vestra árið 2017.

Hann lék með Vestra tímbilin 2017 og 2018 en á síðustu leiktíð fékk hann tækifæri hjá FH og lék fimmtán leiki í Pepsi Max-deildinni. Í dag segir Daði frá hinni hliðinni sinni.

Fullt nafn: Daði Freyr Arnarsson

Gælunafn: Björn Daníel kallar mig Dadífa

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2015, 16 ára með BÍ/Bolungarvík

Uppáhalds drykkur: Svart uppáhellt kaffi eða Nocco

Uppáhalds matsölustaður: Ginger og Flatey er geðveikt

Hvernig bíl áttu: Golf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Peaky Blinders

Uppáhalds tónlistarmaður: Bríet og Auður

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann og Bjarki Þór Þorsteinsson

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Mars, kökudeig og oreo

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Hvað viltu í matinn?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Á Íslandi væri það líklega KR og Blikar

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Marcus Edwards í U16 á móti Englandi, spilaði með Spurs í Europa League.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Nonni kassi, þjálfaði mig frá 5. flokki upp meistaraflokk hjá BÍ/Bolungarvík og svo King Eiki markmannsþjálfari sem kenndi mér allt.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Thomas Mikkelsen held ég, nýtir færi sín vel

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum KR 3-1 í undanúrslitum bikarsins

Mestu vonbrigðin: Að tapa í úrslitum Mjólkurbikarsins

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kári Árnason

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Þórður Gunnar Hafþórsson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Morten Beck er svindl

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Sandra María Jessen

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hendi þessu á Daníel Hafsteins því hann er sá eini á lausu

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima á Suðureyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: 2017 þegar ég var að spila með Vestra á móti Aftureldingu, ég var alveg í spreng og við áttum hornspyrnu, þannig ég skrapp bakvið markið til að pissa

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Tannbursta mig

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef gaman af NBA og horfa á Lebron James hakka þar

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom Venom Elite

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Ekkert sem mér dettur í hug

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Örvar Eggertson, Þórir Jóhann og Steven Lennon upp á banter

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég lék í bíómynd sem var tekin upp heima á Suðureyri, man samt ekkert hvað hún heitir.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Guðmann, hélt hann væri pirrandi og leiðinlegur en hann er mest næs náungi sem þú finnur.

Hverju laugstu síðast: Að ég væri búinn að taka til í herberginu mínu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að hita upp

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Fara út að skokka og hreyfa sig og spila í Playstation með strákunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner