Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 25. maí 2019 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Andri Rúnar bjargaði stigi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason spilaði fyrstu 68 mínúturnar í stórsigri Malmö gegn Eskilstuna í dag.

Guillermo Molins gerði tvennu í leiknum. Marcus Antonsson klúðraði vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks en bætti upp fyrir það með marki skömmu síðar.

Malmö er með þriggja stiga forystu á toppi sænsku deildarinnar, með 24 stig eftir 11 umferðir.

Malmö 5 - 0 Eskilstuna
1-0 G. Molins ('26)
2-0 M. Antonsson ('52)
3-0 G. Molins ('65)
4-0 S. Rieks ('71)
5-0 A. Christiansen ('81)

Andri Rúnar Bjarnason lék allan leikinn í liði Helsingborg og gerði eina mark sinna manna í 1-1 jafntefli gegn Falkenberg á heimavelli.

Helsingborg var betri aðilinn í leiknum og átti margar marktilraunir en boltinn fór aðeins einu sinni í netið.

Andri og félagar eru við fallsvæðið, með 10 stig eftir 11 umferðir. Hann er kominn með þrjú mörk í fjórum leikjum þar sem hann hefur fengið að spila meira en hálfleik. Hann hefur verið frá vegna meiðsla á tímabilinu.

Helsingborg 1 - 1 Falkenberg
0-1 N. Peter ('11)
1-1 Andri Rúnar Bjarnason ('66)

Þá komu tveir Íslendingar einnig við sögu í B-deildinni í Svíþjóð.

Nói Snæhólm Ólafsson spilaði vel í stöðu vinstri bakvarðar hjá Syrianska sem hafði betur gegn Brommapojkarna, 1-0. Bjarni Mark Antonsson var þá í liði Brage sem tapaði 2-0 fyrir Jonköping.

Syrianska er í fallsæti, með 9 stig eftir 10 umferðir. Brage er í 4. sæti, með 17 stig.

Syrianska 1 - 0 Brommapojkarna

Jonköping 2 - 0 Brage

Athugasemdir
banner
banner
banner