Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2022 15:01
Elvar Geir Magnússon
Mo Salah: Klárt að ég verð hjá Liverpool á næsta tímabili
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: EPA
Mohamed Salah, sóknarmaður Liverpool, segir það klárt að hann verði á Anfield á næsta tímabili en vill ekkert tjá sig um það hvort hann muni skrifa undir nýjan samning.

Samningur Salah rennur út 2023 og rætt hefur verið um hvort hann gæti verið seldur ef hann skrifar ekki undir nýjan samning, svo Liverpool missi hann ekki á frjálsri sölu á næsta ári.

Samningur Salah rennur út 2023 og rætt hefur verið um hvort hann gæti verið seldur ef hann skrifar ekki undir nýjan samning, svo Liverpool missi hann ekki á frjálsri sölu á næsta ári.

Þegar Salah var spurður út í framtíð sína fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar sagði hann:

„Ég vil ekki ræða um það. Ég vil bara sjá Hendo (Jordan Henderson fyrirliða) með bikarinn. Ég vil ekki einbeita mér að samningamálum núna, ég vil ekki vera sjálfselskur. Ég verð áfram á næsta tímabili, það er klárt," sagði Salah.

Salah hefur skorað 156 mörk í 253 leikjum fyrir Liverpool. Hann hefur hjálpað liðinu að vinna ensku úrvalsdeildina 2019-20, Meistaradeildina 2019, FA bikarinn og deildabikarinn á þessu tímabili auk HM félagsliða og Ofurbikar Evrópu.

Í mars sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, að það væri í höndum Salah hvort hann myndi skrifa undir nýjan samning.

Liverpool hafnaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar en liðið mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París á laugardaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner