Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 25. júlí 2021 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: Nær Sindri að blanda sér í baráttuna?
Úr leik hjá Sindra gegn Víkingi fyrr í sumar?
Úr leik hjá Sindra gegn Víkingi fyrr í sumar?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Augnablik er núna fjórum stigum frá öðru sætinu í 3. deild karla eftir sitt þriðja tap í röð í dag.

Augnablik heimsótti Sindra á Höfn í Hornafirði í dag og þar komust heimamenn yfir eftir aðeins fjögurra mínútna leik; Kristinn Justiniano Snjólfsson skoraði.

Arnar Laufdal Arnarsson jafnaði metin fyrir Augnablik eftir rúmlega klukkutíma leik, en stuttu fyrir það missti Sindri mann af velli með rautt spjald.

Einum færri tókst Sindra hins vegar að landa sigri. Sigurmarkið skoraði Abdul Bangura á 78. mínútu og lokatölur 2-1 fyrir Sindra sem er í sjötta sæti með 21 stig, rétt eins og Augnablik. Sindri hefur þó spilað einum leik meira en Augnablik og liðið sem er í öðru sæti, KFG. Hver veit nema Sindri geti blandað sér í baráttuna um annað sætið?

Þá vann Víðir dramatískan sigur á Dalvík/Reyni í hinum leiknum sem var að klárast. Víðir er í áttunda sæti með 16 stig og Dalvík/Reynir í sjöunda sæti með 17 stig.

Sindri 2 - 1 Augnablik
1-0 Kristinn Justiniano Snjólfsson ('4)
1-1 Arnar Laufdal Arnarsson ('62)
2-1 Abdul Bangura ('78)
Rautt spjald: Kristofer Hernandez, Sindri ('59)

Víðir 1 - 0 Dalvík/Reynir
1-0 Jóhann Þór Arnarsson ('87, víti)
Athugasemdir
banner