Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 25. september 2021 16:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nikolaj Hansen markakóngur efstu deildar
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen endaði sem markakóngur Pepsi Max-deildarinnar.

Hann var á skotskónum í lokaumferðinni í dag þegar Víkingur vann 2-0 sigur á Leikni og tryggði sér um leið Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn í 30 ár.

Það var hans 16. deildarmark í sumar, í 21 leik. Nikolaj hefur spilað á Íslandi frá 2016 með Val og Víkingi, og hafði hann aldrei skorað meira en sex mörk á einu tímabili - fyrir þessa leiktíð. Hann bætti met sitt um tíu mörk!

Nikolaj fær gullskóinn, Árni Vilhjálmsson úr Breiðabliki fær silfurskóinn og Hallgrímur Mar Steingrímsson úr KA fær bronsskóinn.

Árni og Hallgrímur voru einnig á skotskónum í dag, í lokaumferð deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner