Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 25. september 2022 09:20
Ívan Guðjón Baldursson
Ekki hægt að kenna Frey um slæmt gengi Lyngby
Mynd: Lyngby

Freyr Alexandersson gerði frábæra hluti með Lyngby á síðustu leiktíð þegar hann fór með liðið upp í efstu deild í danska boltanum.


Félagið krækti í nokkra leikmenn í sumar en tókst ekki að gera nógu samkeppnishæfan leikmannahóp þar sem liðið er aðeins komið með þrjú stig eftir tíu umferðir og situr sem fastast á botninum.

Tipsbladet í Danmörku tók saman fjármál allra félaga í dönsku Ofurdeildinni og komst að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að kenna Frey um slæmt gengi Lyngby.

Lyngby býr yfir langminnstum fjármunum í efstu deild og eru tvö lið í næstefstu deild, Vejle og SönderjyskE, sem eyða meiri pening í leikmannakaup og laun heldur en Lyngby.

Markmið Lyngby á tímabilinu er að reyna sitt besta til að forðast fall en ef félagið fellur þá verður það að stefna beint aftur upp á næstu leiktíð.

Það eru nokkrir erlendir fjárfestar sem hafa sýnt Lyngby áhuga í gegnum tíðina, enda er þetta þriðja stærsta félagið í Kaupmannahöfn eftir FCK og Bröndby.

Tipsbladet hefur litla sem enga trú á því að Lyngby geti bjargað sér frá falli úr efstu deild þrátt fyrir komu Alfreðs Finnbogasonar og Andreas Bjelland til félagsins á frjálsri sölu í sumar.


Athugasemdir
banner
banner