Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   mán 25. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Son kominn með fleiri mörk heldur en Van Persie og Henry
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Suður-kóreski fótboltasnillingurinn Son Heung-min skoraði bæði mörk Tottenham í 2-2 jafntefli gegn Arsenal í gær.


Hann er þar með búinn að skora sex mörk fyrir Tottenham í Norður-Lundúnaslögum gegn Arsenal, sem kemur honum upp í fjórða sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu grannaslagsins frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.

Hann klífur yfir Thierry Henry, Gareth Bale og Robin van Persie með þessari tvennu sinni en hann er þó heilum átta mörkum frá meti Harry Kane sem hefur skorað fjórtán mörk í Norður-Lundúnaslagnum.

Emmanuel Adebayor er í öðru sæti með tíu mörk en hann hefur skorað fyrir bæði lið í þessum merkilega grannaslag, en franski kantmaðurinn Robert Pires er í þriðja sæti með átta mörk skoruð.

Markahæstu leikmenn Norður-Lundúnaslagsins:
1. Harry Kane - 14
2. Emmanuel Adebayor - 10
3. Robert Pires - 8 
4. Son Heung-min - 6 
5. Gareth Bale - 5 
6. Thierry Henry - 5 
7. Robin van Persie - 5 
8. Fredrik Ljungberg - 4 
9. Pierre-Emerick Aubameyang - 4 
10. Patrick Vieira - 4 
11. Theo Walcott - 4 
12. Ian Wright - 4 
13. Rafael van der Vaart - 4


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner