Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. nóvember 2022 06:00
Elvar Geir Magnússon
Leikvangur í nærmynd: Það er leikur að læra
Mynd: Getty Images
Education City leikvangurinn er síðasti leikvangurinn sem við kynnum hér á Fótbolta.net í tengslum við HM í Katar. Leikvangurinn er í nágrenni við háskóla og menntastofannir í landinu.

Leikvangurinn tekur 45 þúsund manns en eftir HM verður hann minnkaður niður í 25 þúsund sæti og notaður fyrir háskólalið í íþróttum.

Við leikvanginn er hágæða íþróttaaðstaða og hann er hannaður eftir íslömskum arkitektúr.

Tígulmynstur er á leikvangnum sem glitrar þegar sólin er á lofti. Á kvöldin lýsir stafræn ljósasýning upp framhliðina.

Tveir HM leikir eru búnir á vellinum; Danmörk - Túnis og Úrúgvæ - Suður-Kórea sem báðir enduðu með markalausu jafntefli! Sex aðrir HM leikir verða á vellinum, þar á meðal leikur í 16-liða úrslitum og í 8-liða úrslitum.

Taktu flugið um Education City leikvanginn:


Kynning á vellinum:


Sjá einnig:
Al Bayt leikvangurinn
Khalifa þjóðarleikvangurinn
Leikvangur 974
Lusail leikvangurinn
Ahmat Bin Ali leikvangurinn
Al Janoub leikvangurinn
Al Thumama leikvangurinn
Athugasemdir
banner
banner