Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 25. nóvember 2022 19:56
Brynjar Ingi Erluson
Van Basten gagnrýnir Van Dijk - „Hann gerir ekki mikið"
Virgil van Dijk
Virgil van Dijk
Mynd: EPA
Marco van Basten
Marco van Basten
Mynd: EPA
Marco van Basten, fyrrum leikmaður og þjálfari hollenska landsliðsins, hefur ekki verið neitt sérstaklega hrifinn af Virgil van Dijk á HM í Katar.

Holland vann fyrsta leikinn gegn Senegal, 2-0, en fylgdi því á eftir með því að gera 1-1 jafntefli við Ekvador í kvöld.

Van Basten, sem er í dag sérfræðingur hjá NOS, var ekki ánægður með frammistöðu Van Dijk og segir hann hafa átt stóran þátt í jöfnunarmarki Ekvador.

„Ef þú fylgist með því hvernig hann horfir og bíður. Á hvað er hann að horfa? Hann verður að fara í þetta. Auðvitað ertu enn með mann í teignum en hann verður bara að sleppa honum. Van Dijk getur líka lokað á línuna á manninum sem er bakvið hann. Hann verður að gera þetta.“

„Ég gagnrýni Van Dijk mikið því hann gerir svo lítið. Hann er ótrúlega góður leikmaður en leyfið honum að taka frumkvæðið. Er hann ekki fyrirliðinn? Hann er stóri strákurinn og verður að leiðbeina leikmönnum,“
sagði Van Basten á sjónvarpsstöðinni NOS.

Þessi fyrrum þjálfari hollenska landsliðsins gagnrýndi Van Dijk í uppspilinu.

„Við náðum forystu snemma og svo var eins og við hættum að keyra upp. Það er eitthvað sem hjálpar ekki. Virgil ætti að spila stærsta hlutverkið þar. Hver er besti leikmaður liðsins? Það er Virgil. En ef þú horfir á hvað hann gerir þegar við erum með boltann þá er hann bara að senda hann til hliðar á liðsfélaga sína þegar hann þarf að taka stjórnina.“

„Þetta er bara of hægt. Þetta byrjar aftast og það er Virgil sem verður að sjá til þess að stjórna hraðanum en hann spilar alltaf á Aké og Timber og þeir verða að gera þetta. Virgil verður að taka meiri ábyrgð,“
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner