Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 26. janúar 2021 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Man City á toppinn - Arsenal náði fram hefndum
Man City er á toppnum.
Man City er á toppnum.
Mynd: Getty Images
Flottur sigur hjá Arsenal.
Flottur sigur hjá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Arsenal náði að hefna fyrir bikartap um síðustu helgi og Manchester City heldur áfram á mjög flottu skriði í ensku úrvalsdeildinni. Tveir seinni leikir kvöldsins í deildinni voru að klárast.

Manchester City er komið upp fyrir Manchester United á toppi deildarinnar eftir auðveldan sigur á West Brom á útivelli.

Ilkay Gundogan braut ísinn snemma fyrir Man City og það var lykillinn að sigrinum. Flóðgáttirnar opnuðust og höfðu Joao Cancelo, og Riyad Mahrez skorað fyrir leikhlé. Gundogan gerði einnig sitt annað mark og var staðan 4-0 í hálfleik.

Sam Allardyce verður að fara betur yfir varnarleikinn hjá sínum mönnum því City gerði fimmta markið í seinni hálfleiknum. Raheem Sterling var þar að verki og lokatölur 5-0 fyrir lærisveina Pep Guardiola sem eru núna á toppnum með einu stigi meira en Manchester United. Liðin hafa leikið jafnmarga leiki núna en Man Utd á leik gegn Sheffield United á morgun. West Brom er áfram í 19. sæti með 11 stig.

Arsenal hefndi fyrir bikartapið
Arsenal féll úr leik í FA-bikarnum um síðustu helgi þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Southampton. Þessi lið mættust aftur í kvöld og núna hafði Arsenal betur.

Arsenal lenti reyndar 1-0 undir eftir aðeins þriggja mínútna leik. Skytturnar náðu hins vegar að svara vel. Nicolas Pepe jafnaði metin á áttundu mínútu og Bukayo Saka, sem hefur verið flottur á tímabilinu, skoraði á 39. mínútu.

Staðan var 2-1 í hálfleik og þeim tókst að ganga frá leiknum í síðari hálfleik. Alexandre Lacazette gerði þriðja markið á 72. mínútu og lokatölur 3-1 í hörkuleik.

Arsenal er komið upp í áttunda sæti með 30 stig eftir 20 leiki. Southampton er í 11. sæti með 29 stig eftir 19 leiki.

West Brom 0 - 5 Manchester City
0-1 Ilkay Gundogan ('6 )
0-2 Joao Cancelo ('20 )
0-3 Ilkay Gundogan ('30 )
0-4 Riyad Mahrez ('45 )
0-5 Raheem Sterling ('57 )

Southampton 1 - 3 Arsenal
1-0 Stuart Armstrong ('3 )
1-1 Nicolas Pepe ('8 )
1-2 Bukayo Saka ('39 )
1-3 Alexandre Lacazette ('72 )

Önnur úrslit í dag:
England: Gleðin við völd hjá West Ham - Ekki hjá Newcastle
Athugasemdir
banner
banner