Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. janúar 2021 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sverrir að fá Shinji Kagawa sem liðsfélaga
Shinji Kagawa.
Shinji Kagawa.
Mynd: Getty Images
Japanski miðjumaðurinn Shinji Kagawa er staddur í Grikklandi þar sem hann er að klára félagaskipti sín til PAOK.

Þar verður hann liðsfélagi Sverris Inga Ingasonar, landsliðsmiðvarðar Íslands.

Kagawa er 31 árs gamall og var síðast á mála hjá Zaragoza á Spáni. Hann hætti þar í október og hefur síðan verið að leita að nýju félagi. Núna er hann búið að finna það.

Kagawa lék með Manchester United frá 2012 til 2014 en hann hefur einnig með Cerezo Osaka, Borussia Dortmund og Besiktas á sínum leikmannaferli.

Hann á þá að baki 97 A-landsleiki fyrir Japan og 31 landsliðsmark.

PAOK er sem stendur í fjórða sæti grísku úrvalsdeildarinnar með 36 stig eftir 18 leiki.
Athugasemdir
banner
banner