þri 26. janúar 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Þorleifur verður aðstoðarþjálfari Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Þorleifur Óskarsson er nýr aðstoðarþjálfari hjá Haukum en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Þorleifur hefur mikla reynslu af þjálfun hér á landi en hann stýrði kvennaliði Fjölnis frá 2010 til 2012 við góðan orðstír en nú síðast var hann markmannsþjálfari hjá karlaliði Gróttu.

Hann er nú mættur í Hafnarfjörðinn þar sem hann verður aðstoðar- og markmannsþjálfari hjá kvennaliði Hauka.

Guðrún Jóna Kristjánsdóttir tók við sem aðalþjálfari Hauka í desember en hún hafði verið aðstoðarþjálfari liðsins síðustu þrjú tímabil.

Það eru greinilega spennandi tímar framundan hjá Haukum sem spila í Lengjudeildinni en liðið hafnaði í 3. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner