Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. janúar 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Aldrei planið að Kolbeinn færi í aðallið Dortmund
Kolbeinn Birgir Finnsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mike Tullberg, fyrrum þjálfari Kolbeins Birgis Finnssonar hjá Borussia Dortmund, segir það hafi aldrei verið planið að leikmaðurinn myndi spila með aðalliðinu en hann ræddi við danska miðilinn Bold um þennan nýjasta leikmann Lyngby.

Kolbeinn Birgir eyddi fjórum árum hjá Dortmund áður en hann gekk í raðir Lyngby á dögunum.

Hann spilaði með varaliði þýska félagsins í C-deildinni og lék nokkuð stórt hlutverk þar en hugmyndin var aldrei að hann myndi fara í aðalliðið.

Tullberg þjálfaði Kolbein hjá Dortmund og sagði að Lyngby væri þó vissulega að fá öflugan leikmann í sínar raðir.

„Við fengum hann í U23-ára liðið fyrir þremur árum á sama tíma og ég byrjaði að vinna hjá Dortmund. Hann var með áhugaverðan prófíl. Hann kom frá Brentford þar sem hann spilaði sem átta eða á vængnum og okkur fannst það áhugavert.“

„Ég þekki Lars Friis mjög vel, sem vann þá hjá Brentford og ég hafði sjálfur séð Kolbein spila. Okkur vantaði vinstri bakvörð þannig við vorum að leita að ungum leikmanni sem við gætum þróað fyrir þessa stöðu.“

„Það tók hins vegar sinn tíma í byrjun því það var varnarleikurinn var að vefjast fyrir honum. Síðan þá hefur hann þróað leik sinn mikið. Hann hefur spilað bæði í þriggja manna vörn en mér finnst hann betri sem vinstri bakvörður í fjögurra manna línu. Styrkleikar hans liggja meira í sóknarleiknum en í varnarleiknum. Hann er með rosalega góðan vinstri fót og er góður að gefa fyrir og í föstum leikatriðum.“

„Ég er spenntur að sjá hvað hann mun gera í Lyngby. Hann er leikmaður sem var inn og út úr U23 ára liðinu, þannig það var rétt skref hjá honum að fara annað,“
sagði Tullberg.

Stóð aldrei til að hann færi í aðalliðið

Það kom aldrei til tals að Kolbeinn myndi fara upp í aðalliðið, þó hann hafi spilað nokkra æfingaleiki með liðinu. Það er ekki óvanlegt að ungir og efnilegir leikmenn týnist hjá svona stóru félagi.

„Það var aldrei talað um það að hann myndi fara í aðalliðið. Því eftir allt saman þá var þetta ekki leikmaður sem átti að vera þarna til lengdar, þannig hann þurfti að finna sér stað þar sem hann fengi að spila.“

„Með fullri virðingu fyrir dönsku deildinni og Lyngby þá er það ekki óeðlilegt fyrir marga af okkar efnilegustu leikmönnum og sérstaklega þá yngstu, að enda ofarlega í hillunni. Þannig það hentar honum vel að fara til Lyngby,“
sagði Tullberg við Bold.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner