Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. febrúar 2021 20:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: mbl.is 
Halldór Smári orðinn sá leikjahæsti í sögu Víkings
Með Mjólkurbikarinn 2019
Með Mjólkurbikarinn 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Met var slegið þegar leikur Víkings Reykjavík og Kórdrengja hófst klukkan 19:00.

Þá hófst 352. leikur Halldórs Smára Sigurðssonar fyrir félagið. Það er metfjöldi, enginn hefur leikið jafnmarga leiki fyrir Víking og Halldór. Hann er fæddur árið 1988 og er uppalinn hjá félaginu.

Halldór, sem leikur langoftast sem miðvörður, ber fyrirliðabandið í leiknum.

„Af leikj­un­um 352 hafa 138 þeirra komið í efstu deild, 79 í B-deild, 35 í bik­ar, einn í meist­ara­keppni KSÍ og tveir í Evrópukeppn­um. Þá hef­ur hann leikið 61 leik í deilda­bik­ar og 37 leiki í öðrum keppn­um," kemur fram á mbl.is.

Fótbolti.net óskar Halldóri til hamingju með metið.





Athugasemdir
banner
banner
banner