Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 26. febrúar 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Maguire viðurkennir að hann hefði átt að taka rauða spjaldið á sig
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: EPA
Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, viðurkennir að hann hefði líklega átt að taka á sig rauða spjaldið þegar Fulham skoraði sigurmarkið gegn United í ensku úrvalsdeildinni síðasta laugardag.

United spilaði afar illa gegn Fulham og endaði á því að tapa leiknum 1-2. Alex Iwobi skoraði sigurmarkið á 97. mínútu leiksins.

Maguire var á gulu spjaldi en hann hefði getað stöðvað skyndisókn Fulham í lokin með því að brjóta af sér.

„Þegar ég lít til baka þá hefði ég líklega átt að taka hann niður. Það er auðvelt að segja það núna. Við vorum of barnalegir," sagði Maguire eftir leikinn en United var með marga leikmenn frammi og reyndi að vinna leikinn.

„Við settum líklega of marga fram völlinn og okkur var refsað fyrir það."

Þetta tap var mikið högg fyrir United í baráttunni um Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner