Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 26. maí 2023 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Amazon Prime gerir heimildarmynd um þrennutímabil Man Utd

Amazon Prime er að undirbúa heimildarmynd um þrennutímabilið fræga árið 1999 hjá Manchester United.


Liðið vann ensku deildina, enska bikarinn og Meistaradeildina. Liðið sigraði Bayern Munchen í úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem Teddy Sheringham og Ole Gunnar Solskjær breyttu 1-0 fyrir Bayern í 2-1 með mörkum í uppbótartíma.

Erkifjendurnir í Manchester City getur leikið þetta eftir en City hefur þegar tryggt sér úrvalsdeildartitilinn. Liðið er komið í úrslit Meistaradeildarinnar og United mætir City í úrslitum FA Bikarsins.

Talið er að heimildarmyndin verði klár á næsta ári en menn á borð við Sir Alex Ferguson og Ole Gunnar Solskjær munu að öllum líkindum koma við sögu. Amazon gerir þessa mynd í ljósi þess að á næsta ári eru 25 ár frá þessu tímabili.


Athugasemdir
banner
banner