Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. maí 2023 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kveður Xhaka Arsenal á sunnudag? - „Get ekki og mun ekki tala"
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka gæti verið á förum frá Arsenal í sumar. Fjallað hefur verið um tilboð frá Bayer Leverkusen sem gæti verið næsta félag sem Xhaka spilar fyrir á ferlinum.

Svissneski miðjumaðurinn hefur átt virkilega gott tímabil en miðað við þögnina í kringum hann og hans framtíð þá hallast erlendir fjölmiðlar að því að hann sé á förum frá enska félaginu.

„Ég get ekki talað og mun ekki tala um framtíð minna leikmanna," sagði Mikel Arteta, stjóri Arsenal, á fréttamannafundi í dag.

„Við verðum að klára tímabilið, gera það sem við gerum og svo plana næsta tímabil."

Xhaka var á sínum tíma aðalfyrirliði Arsenal en missti bandið eftir rifrildi við stuðningsmenn.

Hann er varafyrirliði félagsins í dag auk þess að vera fyrirliði svissneska landsliðsins.

Hann hefur spilað 296 leiki fyrir Arsenal í öllum keppnum og skorað 21 mark. Hann er þrítugur og hefur verið hjá félaginu síðan 2016.

Arsenal mætir Wolves á heimavelli í lokaleik úrvalsdeildarinnar á sunnudag.

Xhaka sagði í vikunni að tilkynnt verði hver framtíð hans verður fyrir leikinn gegn Úlfunum.
Athugasemdir
banner
banner