Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
banner
   sun 26. maí 2024 13:15
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Leeds og Southampton: Mikil úrvalsdeildarreynsla í úrslitaleiknum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Leeds United og Southampton mætast í dag í úrslitaleik um síðasta lausa sætið í ensku úrvalsdeildinni.

Liðin eigast við í úrslitaleik umspils Championship deildarinnar eftir góða sigra gegn Norwich og West Brom í undanúrslitum.

Það er ekkert sem kemur á óvart í byrjunarliðum dagsins þar sem hvorki Daniel Farke né Russell Martin gera breytingar eftir sigra í undanúrslitum.

Leeds er með gríðarlega sterka framlínu þar sem Crysencio Summerville, Georginio Rutter, Wilfried Gnonto og Joël Piroe geta reynst erfiðir viðureignar. Þá eru varnarmennirnir Joe Rodon og Ethan Ampadu báðir með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni og má einnig finna Junior Firpo í byrjunarliðinu.

Southampton er einnig með þokkalega úrvalsdeildarreynslu í byrjunarliðinu sínu þar sem Kyle Walker-Peters, Jan Bednarek, Jack Stephens, Ryan Fraser og Flynn Downes eru meðal byrjunarliðsmanna ásamt Adam Armstrong og David Brooks.

Leeds endaði í þriðja sæti Championship deildarinnar með 90 stig úr 46 leikjum, þremur stigum fyrir ofan Southampton.

Bæði lið töpuðu þremur af fjórum síðustu deildarleikjum sínum og hefðu getað komist beint upp í ensku úrvalsdeildina með sigrum þar.

Leeds: Meslier, Gray, Rodon, Ampadu, Firpo, Gruev, Kamara, Summerville, Rutter, Gnonto, Piroe
Varamenn: Darlow, Byram, Roberts, Cooper, Shackleton, Anthony, James, Gelhardt, Joseph

Southampton: McCarthy, Walker-Peters, Harwood-Bellis, Bednarek, Stephens, Fraser, Downes, Smallbone, Aribo, Brooks, A.Armstrong
Varamenn: Lumley, Bree, Manning, Charles, Rothwell, Edozie, Kamaldeen, Adams, Stewart

Athugasemdir
banner
banner
banner