Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   sun 26. maí 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópa í dag - Mikið undir hjá okkar mönnum í þremur löndum
Mynd: Getty Images

Það er mikið um að vera í Evrópuboltanum í dag en tímabilinu fer að ljúka á flestum stöðum.


Freyr Alexandersson og félagar í Kortrijk mæta Lommel í seinni leik liðanna í úrslitum um sæti í efstu deild í Belgíu. Kortrijk gerði sér lítið fyrir og vann fyrri leikinn á útivelli með einu marki gegn engu.

Freyr hefur náð stórkostlegum árangri með liðinu síðan hann tók við í janúar. Liðið var á botni deildarinnar en honum tókst að bjarga því frá beinu falli og koma því í umspilið.

Þá spilar Go Ahead Eagles úrslitaleik um sæti í Sambandsdeildinni en Willum Þór Willumsson leikmaður liðsins verður líklega ekki með vegna meiðsla. Utrecht er andstæðingurinn.

Þá fer síðasta umferðin fram í danska boltanum þar sem Sverrir Ingi Ingason og félagar í Midtjylland eiga möguleika á að vinna titilinn. Liðið þarf að vinna Silkeborg og treysta á að Bröndby tapi stigum gegn AGF.

Belgía
11:30 Kortrijk - Lommel (1-0)

Holland
16:00 Utrecht - Go Ahead Eagles

Danmörk
15:00 Bröndby - AGF
15:00 FCK - Nordsjælland
15:00 Midtjylland - Silkeborg


Athugasemdir
banner
banner