Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 26. ágúst 2021 07:00
Fótbolti.net
Lið 18. umferðar - Sölvi leikmaður umferðarinnar
Sölvi var magnaður gegn Val.
Sölvi var magnaður gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jónatan Ingi skoraði þrennu.
Jónatan Ingi skoraði þrennu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
18. umferð Pepsi Max-deildarinnar lauk í gær og eru nú öll liðin búin með jafnmarga leiki. Leikmaður umferðarinnar er Sölvi Geir Ottesen sem sýndi hetjulega frammistöðu í 2-1 sigri Víkinga í toppbaráttuslag gegn Val.

Sölvi lék sem hægri bakvörður og átti afbragðs góðan leik. Annars voru Víkingar frábærir í heild í leiknum, Viktor Örlygur Andrason skoraði annað mark Víkinga og er í úrvalsliðinu. Þá er Arnar Gunnlaugsson þjálfari umferðarinnar.



Jónatan Ingi Jónsson var funheitur og skoraði þrennu þegar FH vann 5-0 útisigur gegn Keflavík. Logi Hrafn Róbertsson er einnig í úrvalsliðinu.

Leiknir og HK gerðu markalaust jafntefli í bragðdaufum leik í Breiðholti. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, er í úrvalsliðinu og einnig Bjarki Aðalsteinsson, miðvörður Leiknis, sem valinn var maður leiksins.

Emil Atlason skoraði í mikilvægum 2-0 sigri Stjörnunnar gegn Fylki. Björn Berg Bryde, varnarmaður Garðabæjarliðsins, er einnig í úrvalsliðinu.

Breiðablik vann 2-0 sigur gegn KA og sendi skýr skilaboð í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Gísli Eyjólfsson og Viktor Karl Einarsson eru í liði umferðarinnar í fjórða sinn hvor.

Þá er Kjartan Henry Finnbogason, sóknarmaður KR, í liðinu en hann skoraði í 2-0 útisigri gegn botnliði ÍA.

Sjá einnig:
Úrvalslið 17. umferðar
Úrvalslið 16. umferðar
Úrvalslið 15. umferðar
Úrvalslið 14. umferðar
Úrvalslið 13. umferðar
Úrvalslið 12. umferðar
Úrvalslið 11. umferðar
Úrvalslið 10. umferðar
Úrvalslið 9. umferðar
Úrvalslið 8. umferðar
Úrvalslið 7. umferðar
Úrvalslið 6. umferðar
Úrvalslið 5. umferðar
Úrvalslið 4. umferðar
Úrvalslið 3. umferðar
Úrvalslið 2. umferðar
Úrvalslið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner