Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
banner
   fim 26. ágúst 2021 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu mörkin: Jón Guðni knúði framlengingu gegn Basel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson er að eiga stórleik fyrir Hammarby sem er að spila úrslitaleik við svissneska stórveldið Basel um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

Basel vann fyrri leikinn 3-1 í Sviss en Jón Guðni skoraði tvennu á heimavelli og knúði þannig leikinn í framlengingu.

Akinkunmi Amoo er búinn að bæta þriðja marki Hammarby við í framlengingu en Arthur jafnaði aftur úr vítaspyrnu og staðan því í heildina 4-4 þegar tíu mínútur eru eftir af framlengingu.

Mörk Jóns Guðna má sjá hér fyrir neðan, en seinna markið er sérstaklega laglegt.




Athugasemdir