banner
   fim 26. ágúst 2021 21:46
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Real Madrid við PSG um Mbappe komnar á fullt skrið
Mbappe virðist færast nær Real Madrid.
Mbappe virðist færast nær Real Madrid.
Mynd: EPA
L’Equipe segir að viðræður Real Madrid um kaup á Kylian Mbappe, frönsku stórstjörnunni hjá Paris Saint-Germain, séu komnar á fullt skrið eftir nýtt tilboð spænska félagsins sem lagt hafi verið fram í dag.

Talað er um 170 milljóna evra tilboð (146 milljónir punda) sem sé með klásúlu um 10 milljónir evra til viðbótar í árangurstengdum greiðslum.

Fyrr í vikunni hafnaði PSG 160 milljóna evra tilboði frá Madrídarfélaginu. Real Madrid hefur nú svarað með því sem sagt er lokatilboð í Mbappe en samningur hans við PSG rennur út eftir tímabilið.

Mbappe er sagður vilja fara í La Liga en hann hefur hafnað þremur mismunandi tilboðum frá PSG um framlengingu á samningi á undanförnum mánuðum.

Sagt er að Real Madrid hafi boðið Mbappe, sem er 22 ára, sex ára samning.
Athugasemdir
banner
banner
banner