Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. september 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
West Ham niðurlægt af Oxford - Pellegrini tekur á sig sökina
Issa Diop sár og svekktur eftir leik í gær.
Issa Diop sár og svekktur eftir leik í gær.
Mynd: Getty Images
C-deildarliðið Oxford slátraði West Ham 4-0 í enska deildabikarnum í gær. West Ham vann flottan sigur gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi en nú kom óvæntur skellur.

Oxford er sem stendur í 12. sæti í C-deildinni.

„Liðið sem heild spilaði illa. Ekki bara fengum við fjögur mörk á okkur heldur náðum við ekki að skapa mörg færi," segir Pellegrini sem gerði margar breytingar á byrjunarliðinu.

„Við klúðruðum of mörgum sendingum og ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá mér því ég stilli upp liðinu. Það er auðvelt að segja að við höfum spilað mjög illa en Oxford gerði allt sem þurfti til að vinna þennan leik."

Miðað við gang leiksins var furðulegast að West Ham hafi ekki verið löngu búið að fá á sig mark áður en Oxford braut ísinn á 55. mínútu.

Oxford mætir Sunderland í 16-liða úrslitum en dregið var í gærkvöldi.
Athugasemdir
banner