Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hávær köll eftir #OleOut
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Stuðningsmenn Manchester United eru margir orðnir verulega pirraðir á Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins.

Man Utd tapaði í gær 1-0 fyrir Aston Villa á Old Trafford. Man Utd fékk vítaspyrnu í uppbótartíma en Bruno Fernandes þrumaði knettinum yfir.

Solskjær hefur verið í uppbyggingarfasa með United síðustu ár, en núna er hann kominn með lið sem á að vera í titilbaráttu. Hann fékk Cristiano Ronaldo, Jadon Sancho og Raphael Varane í sumar; það er alvöru félagaskiptagluggi.

Man Utd hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum; tapleikirnir hafa komið gegn Young Boys, West Ham og Aston Villa.

Eftir tapleikinn í gær varð myllumerkið #OleOut eitt það vinsælasta á samfélagsmiðlum; það "trendaði" eins og sagt er. Hann fær ekki mikla þolinmæði á þessu tímabili frá stuðningsmönnum með það lið sem hann er með í höndunum núna. Antonio Conte og Zinedine Zidane eru mikið nefndir á samfélagsmiðlum sem mögulegir arftakar Solskjær. Það eru tveir þjálfarar sem hafa unnið stóra titla, eitthvað sem Norðmaðurinn hefur ekki gert.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner