Brunaútsala hjá Man Utd - Greenwood ætlar að hafna Barcelona - Chelsea reyndi að fá Nunez fyrir tímabilið
banner
   mán 26. september 2022 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vonarstjarna Man Utd skoraði gegn Íslandi - Sjáðu tilþrif hans
Isak Hansen-Aarøen.
Isak Hansen-Aarøen.
Mynd: Getty Images
Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri vann stórgóðan 3-1 sigur á Noregi í æfingaleik á dögunum.

Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik komu öll fjögur mörkin. Ísland komst þremur mörkum yfir áður en Noregur náði að minnka muninn með sárabótamarki í lokin.

Hilmir Rafn Mikaelsson, sem er hjá Venezia á Ítalíu, kom Íslandi yfir beint úr aukaspyrnu. Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar, tvöfaldaði forystuna með smekklegu marki og það var svo Bjarni Guðjón Brynjólfsson, leikmaður Þórs, sem skoraði þriðja markið eftir stoðsendingu Arnars Núma Gíslasonar.

Það vekur athygli að mark Noregs gerði Isak Hansen-Aarøen, vonarstjarna Manchester United.

Hann er 18 ára en hefur verið viðloðandi aðallið Man Utd þrátt fyrir ungan aldur. Hann kom við sögu hjá aðalliðinu á undirbúningstímabilinu í sumar.

Það eru miklar vonir bundnar við hann fyrir framtíðina en hann byrjaði á bekknum gegn Íslandi. Hér að neðan má sjá tilþrif hans í leiknum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner