Chiesa mögulegur arftaki Kvaratskhelia - Delap og Zirkzee orðaðir við Juventus
   þri 26. september 2023 12:59
Elvar Geir Magnússon
Alexander-Arnold mættur aftur til æfinga
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold varafyrirliði Liverpool hefur ekki spilað fyrir Liverpool síðan liðið vann Aston Villa í upphafi mánaðarins.

Meiðsli aftan í læri hafa verið að hrjá hann en Pepijn Lijnders, aðstoðarstjóri Liverpool, greindi frá því á fréttamannafundi að Alexander-Arnold hefði í gær snúið aftur til æfinga með liðsfélögum sínum.

Hann segist þó ekki viss um hvort leikmaðurinn verði með í deildabikarleik gegn Leicester annað kvöld.

Lijnders sagði einnig að Thiago Alcantara væri á góðri leið í endurkomu sinni.

Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Við erum að fara að mæta liði sem er með mikil gæði. Það hefur sést á frammistöðu þeirra í deildinni. Stjórinn þeirra (Enzo Maresca) er að gera magnaða hluti og þetta er lið sem gæti verið að spila í úrvalsdeildinni," segir Lijnders.
Enski boltinn - Meintur fíll og of sniðugur Arteta
Athugasemdir
banner
banner
banner