Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. október 2021 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Átti að vera í sérflokki á Íslandi en kom bara í gott sumarfrí
Denis Abdulahi.
Denis Abdulahi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings, var gestur í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

Heimir hefur lengi starfað fyrir Víking og farið í gegnum hæðir og lægðir með félaginu.

Hann hefur fengið marga leikmenn til félagsins. Heimir var spurður að því þættinum hvað væri það versta sem hefði komið til félagsins erlendis frá.

„Við fengum Hollending sem átti að vera ofboðslega góður. Ekki svo langt síðan. Hann var mjög dýr. Það var dæmi sem gekk ekki upp. Hann er góður leikmaður, en gerði ekkert fyrir okkur og kostaði ógrynni peninga," sagði Heimir.

„Svo hafa komið komið leikmenn um mitt tímabil - panikk kaup - í gegnum tíðina. Keyptir einhverjir tveir Búlgarar eða eitthvað, og það hefur oftar en ekki verið algjört fíaskó."

Hver var mestu vonbrigðin? „Denis Abdulahi. Hann kom með gott orðspor; var í U21 landsliði Finnlands. Hann fer með liðinu í æfingaferð til Spánar. Liðin sem við spiluðum á móti, allir leikmennirnir og þjálfarinn, Andri Marteins, sagði að þessi maður væri í sérflokki og væri langbestur á Íslandi. Hann sýndi okkur í einum leik á móti FH að hann væri í sérflokki."

„Hann fékk einhverja 'penthouse' íbúð á Lækjargötu og það var partý og gaman fyrir tvítugan strák... þetta var bara mjög gott sumarfrí fyrir hann," sagði Heimir.

Abdulahi spilaði með Víkingum sumarið 2011. Svo virðist sem hann hafi lagt skóna á hilluna 2018, þegar hann var 27 ára. Ferill hans fór aldrei á flug.

Víkingar hafa breytt stefnu sinni eftir að Arnar Gunnlaugsson tók við, eins og Heimir útskýrði í þættinum. Hægt er að hlusta á allan þáttinn hér að neðan. Það hefur gengið mjög vel í leikmannamálum hjá Víkingum upp á síðkastið.
Útvarpsþátturinn - Bak við tjöldin hjá meisturunum og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner