Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. nóvember 2020 20:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Patrik hetja Viborg gegn Silkeborg
Mynd: Getty Images
Viborg 1 - 0 Silkeborg
1-0 Jacob Bonde ('9)

Viborg bar sigur úr býtum í Íslendingaslag í dönsku B-deildinni í dag. Patrik Sigurður Gunnarsson, lánsmaður frá Brentford, stóð á milli stanganna í marki Viborg og Stefán Teitur Þórðarson kom inn á sem varamaður á 66. mínútu hjá Silkeborg.

Eina mark leiksins skoraði Jacob Bonde á 9. mínútu. Patrik, í markinu, var þó besti leikmaður Viborg og var valinn maður leiksins í leikslok. Hann fékk þó að líta gula spjaldið á lokamínútu venjulegs leiktíma.

„Markvörður Viborg hetjan í trylltum toppslag," er fyrirsögn bold.dk eftir leikinn.

Viborg er í efsta sæti með átta stiga forskot á Silkeborg sem er þessa stundina í öðru sæti. Esbjerg á tvo leiki til góða og getur minnkað forskot Viborg niður í fjögur stig vinnist báðir leikirnir.

Sjá einnig:
Patrik: Verð að vera klár þegar David verður seldur




Athugasemdir
banner
banner
banner