fim 26. nóvember 2020 18:00
Miðjan
„Erfitt að spila fótbolta þegar þú ert alltaf að fá þér kókaín"
Siggi spilaði með Þrótti Vogum í 2. deildinni í sumar.
Siggi spilaði með Þrótti Vogum í 2. deildinni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Gísli Snorrason, Siggi Bond, segir magnaða sögu sína í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag. Hinn 25 ára gamli Siggi ólst upp hjá FH og hóf meistaraflokksferil sinn þar en undanfarin ár hefur gengið á ýmsu í lífi hans.

Árið 2016 hætti Siggi hjá ÍR um mitt sumar. Árið eftir tók hann fram skóna með Kórdrengjum í 4. deildinni.

„Logi Már (Hermannsson), sem er algjör toppmaður, nær að plata mig aftur í þetta. Þarna er ég á frekar slæmum stað en ég næ aðeins að rífa mig í gang fyrir nokkra leiki," sagði Siggi í Miðjunni en eiturlyfjaneysla truflaði fótboltann hjá honum á þessum tíma.

„Þarna var ég byrjaður í dagneyslu á kókaíni. Það er helvíti erfitt að spila fótbolta þegar þú ert alltaf að fá þér kókaín. Það vissi enginn af þessu. Ég var að fela þetta og þetta var hræðilegt tímabil hjá mér. Davíð Smári (Lamude, þjálfari Kórdrengja) og Logi reyndu að hjálpa mér mikið en það gekk ekki. Þeir voru mjög flottir og almennilegir."

„Það var gaman með Kórdrengjum. Við fórum í úrslitakeppnina og vorum ótrúlega óheppnir að komast ekki upp. Við töpuðum gegn KH. Ég átti að fá víti á 90. mínútu í úrslitaleiknum og það var dæmt glórualust mark af okkur."

„Þetta var skemmtilegt sumar fótboltalega séð og þetta hefði verið geðveikt ef ég hefði verið í lagi. Ég var í lagi mest allan tímann en ef maður er alltaf á djamminu þá tekur það svo svakalega mikið af manni að maður fattar það ekki,"


Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Sigga í heild sinni.
Miðjan - Siggi Bond var neyddur til að ræna apótek í Amsterdam
Athugasemdir
banner
banner
banner