Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 27. janúar 2020 13:49
Elvar Geir Magnússon
Vill að Liverpool verði refsað fyrir að gera lítið úr bikarnum
Mynd: Getty Images
Andy Holt, eigandi Accrington Stanley, vill að enska knattspyrnusambandið bregðist við þeim áætlunum Liverpool að senda varalið til keppni í endurteknum leik gegn Shrewsbury.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ætlar ekki að stýra leiknum en þegar leikurinn fer fram verður aðallið félagsins í vetrarfríi.

„Það er verið að lítillækka keppni sem er flaggskip enska knattspyrnusambandsins. Þetta er bardagi sem verður að vinnast eða það er hægt að loka sjoppunni," segir Holt á Twitter.

„Það verður að ræða þessi mál við Liverpool og sekta félagið. Þeir eiga ekki fótboltann. Þessi vegferð sem við erum á, játa okkur sigraða gegn úrvalsdeildinni, verður að stöðvast."

Klopp hefur staðfest sá ákvörðun sína að tefla fram varaliði.

„Við verðum ekki á þessum leik. Það verður spilað á krökkunum. Ég veit að þetta er ekki vinsælt. Í apríl 2019 fengum við bréf frá ensku úrvalsdeildinni þar sem við vorum beðnir um að virða vetrarfríið og skipuleggja ekki leiki. Ég tilkynnti strákunum fyrir tveimur vikum að við myndum taka vetrarfrí," segir Klopp.

Því mun Neil Critchley stýra liði Liverpool og þá verða leikmenn aðalliðsins ekki með. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Critchley mun stýra Liverpool en hann gerði það í enska deildabikarnum gegn Aston Villa í desember er Liverpool tók á sama tíma þátt í HM félagsliða.
Athugasemdir
banner
banner
banner