Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. mars 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marco Silva núna ákærður fyrir ummæli sín eftir leik
Marco Silva.
Marco Silva.
Mynd: EPA
Marco Silva, stjóri Fulham, hefur fengið aðra ákæru frá enska fótboltasambandinu.

Silva var ákærður - ásamt Aleksandar Mitrovic, fyrir hegðun sína í 3-1 tapinu gegn Manchester United. Hann var ákærður fyrir obeldisfulla hegðun í garð dómara og einnig fyrir að kasta vatnsflösku í átt að aðstoðardómara.

Núna hefur Silva fengið aðra ákæru fyrir ummæli sem hann lét falla eftir leik um Chris Kavanagh, dómara leiksins.

„Saga okkar með Chris Kavanagh hefur verið erfið. Það er erfitt að skilja sumar ákvarðanir hans. Í dag sáu allir hvað gerðist í þessum leik," sagði Silva eftir tapið gegn Man Utd og ásakaði þar Kavanagh um að dæma gegn Fulham.

Það eru allar líkur á því að Silva sé á leið í leikbann eftir að hafa fengið á sig tvær ákærur.
Athugasemdir
banner
banner
banner