Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 27. maí 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hansi Flick: Tókum stórt skref fram á við
Hansi Flick, knattspyrnustjóri Bayern München, segir að sitt lið hafi tekið stórt skref í átt að þýska meistaratitlinum með sigri á Borussia Dortmund í gær.

Bayern mætti Dortmund á tómum Signal Iduna Park og vann þar 1-0. Sigurmarkið gerði Joshua Kimmich þegar hann vippaði yfir Roman Burki í marki Dortmund.

Bayern er núna með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir. Það stefnir í að stórveldið vinni sinn áttunda meistaratitil í röð.

Eftir leikinn í gær sagði Flick: „Þetta var mikilvægur sigur, við tókum stórt skref fram á við. Það er mjög góð tilfinning að hafa sjö stiga forskot."

Flick tók við Bayern af Niko Kovac í nóvember á síðasta ári og undir hans stjórn hefur liðið náð frábærum árangri. Flick er fyrrum aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins meðal annars.
Athugasemdir
banner
banner