Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   lau 27. maí 2023 17:19
Brynjar Ingi Erluson
Fyrirliði Luton hneig niður og var fluttur á spítala
Mynd: Getty Images
Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í leik liðsins við Coventry City í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalsdeildinni á Wembley í dag.

Atvikið átti sér stað snemma leiks en velski leikmaðurinn var að hlaupa til baka í vörnina er hann datt í grasið.

Óhugnanlegt avik en hann var fluttur með hraði á spítala og er með meðvitund.

Luton tilkynnti á samfélagsmiðlum að hann væri nú á leið í frekari rannsóknir. Staðan í leiknum er 1-1 en Coventry var rétt í þessu að jafna metin


Athugasemdir
banner
banner
banner