Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. september 2021 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gallagher: Þetta er svo sárt
Mynd: Getty Images
Crystal Palace fékk Brighton í heimsókn í Ensku Úrvalsdeildinni í kvöld.

Palace komst yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks með marki Wilfried Zaha úr vítaspyrnu sem Conor Gallagher fékk er hann var felldur í teignum.

Brighton hefði farið á topp deildarinnar með sigri en liðið náði að jafna á lokasekúndum leiksins er Neal Maupay skoraði.

Gallagher talaði við heimasíðu Crystal Palace eftir leikinn.

„Þetta er svo sárt. Við spiluðum svo vel, vörðumst frábærlega. Mér leið eins og við töpuðum. Við vorum að ná í þrjú stig en þá misstum við einbeitninguna og töpuðum tveimur stigum," sagði Gallagher eftir leikinn.
Athugasemdir
banner
banner