Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   mán 27. október 2025 23:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli Eyjólfs á leið heim til Íslands
Mynd: Halmstad
Gísli Eyjólfsson mun samkvæmt heimildum Fótbolta.net yfirgefa sænska félagið Halmstad eftir tímabilið og eru allar líkur á því að hann sé á leið heim til Íslands.

Gísli er 31 árs miðjumaður sem gekk í raðir Halmstad eftir tímabilið 2023 með Breiðabliki þar sem hann sýndi mikil gæði í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Hann er því að ljúka sínu öðru tímabili með Halmstad.

Hann hefur samkvæmt Flashscore komið við sögu í 47 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni, skorað eitt mark og lagt upp þrjú.

Hann hefur verið orðaður við bæði Breiðablik og ÍA og eru mestar líkur á að hann endi hjá öðru hvoru félaginu. Eiginkona hans er frá Akranesi og sagði hann í viðtali við Fótbolta.net í fyrra að hann hefði verið við það að flytja á Akranes þegar möguleikinn að fara til Svíþjóðar kom upp. Breiðablik er hans uppeldisfélag.

Hann hefur verið ónotaður varamaður í síðustu fjórum leikjum Halmstad sem situr í 11. sæti sænsku deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni.
Athugasemdir