Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   lau 27. nóvember 2021 10:50
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Man City og West Ham
Mynd: Guardian
Manchester City og West Ham mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun klukkan 14:00. Liðin sem sitja í öðru og fjórða sæti mætast.

Phil Foden og Jack Grealish misstu báðir af leiknum gegn Paris Saint-Germain í miðri viku vegna meiðsla. Þeir eru tæpir fyrir þennan leik og þá er Kevin de Bruyne enn fjarverandi eftir að hafa greinst með Covid-19.

West Ham hvíldi þá Michail Antonio og Lukasz Fabianski í Evrópudeildarleiknum gegn Rapid Vín en þeir snúa aftur í byrjunarliðið á morgun.

Angelo Ogbonna er sá eini sem er á meiðslalistanum en ítalski miðvörðurinn spilar væntanlega ekki meira á tímabilinu eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.


West Ham hefur verið feikilega öflugt á tímabilinu en tapaði gegn Úlfunum í síðustu umferð. Manchester City hefur unnið níu af tíu úrvalsdeildarleikjum sínum gegn West Ham síðan Pep Guardiola tók við, skorað 28 mörk og fengið fimm á sig.

Michael Oliver, fremsti dómari Englendinga, dæmir leikinn á morgun en Jarred Gillett er VAR-dómari.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner
banner