Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   fim 27. nóvember 2025 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Þórður Gunnar heim í Vestra (Staðfest) - Fékk glænýja treyju
Mynd: Vestri
Þórður Gunnar Hafþórsson er kominn aftur heim í Vestra eftir að hafa spilað með Aftureldingu og Fylki síðustu sex tímabil.

Þórður hóf meistaraflokkferil sinn hjá Vestra og spilaði þar fjögur tímabil áður en hann skipti yfir í Fylki.

Þar lék hann þrjú tímabil í efstu deild og eitt í Lengjudeildinni áður en hann fór til Aftureldingar í byrjun síðasta tímabils.

Hann lék 26 leiki og skoraði þrjú mörk er Afturelding féll aftur niður í Lengjudeildina.

Þórður er nú kominn aftur heim í Vestra en þessu greinir félagið frá í myndbandi á Facebook í kvöld.

Þar sést Guðmundur Arnar Svavarsson fara í Jako til að sækja treyju beint úr prentun áður en hann heimsótti Þórð til að færa honum treyjuna.

Vestri féll niður í Lengjudeildina með Aftureldingu, en Vestri mun spila í Evrópukeppni á næsta ári eftir að hafa unnið bikarameistaratitilinn í haust.



Athugasemdir
banner
banner