Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 27. desember 2022 21:32
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jamie O'Hara brjálaður - Tanganga eins og u15 ára leikmaður og Sanchez verstur í liðinu

Jamie O'Hara fyrrum leikmaður Tottenham var ómyrkur í máli þegar hann talaði um leik Tottenham gegn Brentford í gær þar sem liðið náði í 2-2 jafntefli eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.


Christian Romero var ekki með þar sem hann er í fríi eftir að hafa verið í argentíska hópnum sem varð heimsmeistari á dögunum.

„Það er mikill missir af Romero. Hann vann HM, gefum honum það sem hann á skilið, hann á skilið að fara og njóta sín í Argentínu í viku eða svo en við þurfum á honum að halda, við erum allt annað lið án hans. Hann er í heimsklassa," sagði O'Hara.

„Það vantar leiðtogahæfni, vantar gæði. Lenglet er ekki að dekka og ekki góður á boltann, Tanganga, tímasetningin á sköllunum er eins og hjá u15 ára. Hann varð að setja Sanchez inn á svo hann gæti unnið skallabolta. Sanchez er einn af verstu leikmönnum hópsins. Alls ekki nógu gott."


Athugasemdir
banner