Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. janúar 2020 21:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enski deildabikarinn: Aston Villa fer á Wembley
Aston Villa spilar til úrslita.
Aston Villa spilar til úrslita.
Mynd: Getty Images
Trezeguet.
Trezeguet.
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 1 Leicester City (samanlagt 3-2)
1-0 Matt Targett ('12 )
1-1 Kelechi Iheanacho ('72 )
2-1 Trezeguet ('90 )

Aston Villa er komið í úrslitaleik deildabikarsins eftir dramatískan sigur á Leicester á Villa Park í kvöld.

Leicester byrjaði betur, en það voru heimamenn sem komust yfir á 12. mínútu þegar bakvörðurinn Matt Targett skoraði. Jack Grealish gerði mjög vel í undirbúningnum og Targett kláraði færið með því að klobba Schmeichel í marki Leicester.

Orjan Nyland, varamarkvörður Villa, fékk tækifæri í kvöld og hann var stórkostlegur í fyrri hálfleik. Staðan að loknum fyrri hálfleiknum var 1-0 fyrir Villa og var það aðallega Nyland að þakka. Staðan samanlagt 2-1 þar sem fyrri leikurinn í Leicester endaði 1-1.

Heimamenn voru öflugir í byrjun fyrri hálfleiks og voru óheppnir að tvöfalda ekki forystu sína. Þegar þú nýtir ekki færin þín þá er þér oft refsað og það gerðist því Leicester jafnaði á 72. mínútu. Kelechi Iheanacho á skotskónum eftir sendingu Harvey Barnes.

Skyldi leikurinn enda jafn færi hann beint í vítaspyrnukeppni og það stefndi allt í jafntefli. Fjórum mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og staðan var enn jöfn þegar uppbótartíminn hófst. Í uppbótartímanum kom hins vegar mark og var það Egyptinn Trezeguet sem skoraði.

Allt ætlaði um koll að keyra á Villa Park, stuðningsmenn Aston Villa trylltust. Þeirra lið var að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum á Wembley.

Markið má sjá hérna

Stuttu síðar var flautað til leiksloka. Aston Villa spilar gegn annað hvort Manchester City eða Manchester United í úrslitaleiknum.

Þetta verður fyrsti úrslitaleikur Villa frá 2010, en þá tapaði liðið 2-1 gegn Man Utd.
Athugasemdir
banner
banner