Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. janúar 2023 19:57
Ívan Guðjón Baldursson
Ben Brereton Diaz fer frítt til Villarreal
Mynd: EPA

Enskir og spænskir fjölmiðlar eru sammála um að Ben Brereton Diaz sé búinn að ná samkomulagi við spænska félagið Villarreal. Hann gengur í raðir félagsins á frjálsri sölu næsta sumar.


Brereton er lykilmaður í liði Blackburn Rovers og hefur verið eftirsóttur af ýmsum félögum undanfarin misseri.

Brereton er uppalinn á Englandi en er landsliðsmaður Síle. Hann er 23 ára gamall og er fjölhæfur sóknarmaður sem getur einnig leikið á báðum köntum.

Framherjinn hefur skorað tíu mörk og lagt upp fjögur í 31 leik á tímabilinu en á síðustu leiktíð skoraði hann 22 mörk og gaf þrjár stoðsendingar í 39 leikjum.

Leeds og Sevilla eru meðal félaga sem eru talin hafa boðið Brereton samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner