Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fös 28. febrúar 2020 14:47
Elvar Geir Magnússon
Gylfi hefur staðist væntingar Ancelotti
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur fengið nokkra gagnrýni en Carlo Ancelotti, stjóri Everton, segist ánægður með Íslendinginn.

Ancelotti var spurður út í sínar væntingar til Gylfa.

„Mínar væntingar? Það er rétt að hann hefur ekki skorað eins og hann gerði á síðasta tímabili en hann er í öðru hlutverki á vellinum," segir Ancelotti.

„Hann tekur ekki eins mikinn þátt í sóknarleiknum en það skiptir ekki máli. Hann hefur náð að standast mínar kröfur."

„Hann er að gera vel og auðvitað vonast ég eftir því að hann geti skorað en það er ekki mikilvægasti hluti starfs hans núna."

Everton fær Manchester United í heimsókn á sunnudag. Theo Walcott er búinn að jafna sig eftir meiðsli á hné og gæti byrjað leikinn.

Lucas Digne missti af tapleiknum gegn Arsenal og bakvörðurinn er tæpur fyrir leikinn á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner